Sjálfsstyrking og samskipti

Sjálfsstyrking og samskipti 

Kennarar: Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal, sérfræðingar í klíniskri sálfræði.

Innri og Ytri Sjálfsstyrkur

Sumar konur finna tilfinnanlegan skort á sjálfsstyrk og telja að það hái þeim bæði hvað varðar innri líðan, samskipti við aðra og út á við. En sjálfsstyrkur getur líka birtist á annan hátt. Sumar konur sýna sjálfsstyrk út á við þannig að aðrir skynja að þær séu full af sjálfstrausti. Innra með sér getur þó konunni fundist hún vera óörugg og með vanmetakennd.  Hið ytra og innra  þarf helst að fara saman þannig að jafnvægi sé á milli þess sem maður finnur sjálfur og þess sem hann sýnir út á við.

Samstarfsnámskeið

samvinnaÁ námskeiðum fyrir starfshópa, fyrirtæki og stofnanir er lögð áhersla á innbyrðis samskipti fólks á vinnustað.

Kennt er að greina og skilja samskiptaleiðir og hvernig taka má markvisst á ágreiningi, leysa hann og bæta samskiptahæfni.

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Stjórnunarnámskeið

stjornendurÁ námskeiðum fyrir stjórnendur er markvisst farið yfir samskipti og samvinnu þeirra við starfsfólk. Byggt er á kenningum í vinnusálfræði sem hafa reynst árangursríkar við samskiptalausnir og stjórnun fyrirtækja.

Þátttakendur fá samskiptamat. Lögð er áhersla á að auka samskiptaleikni og stjórnunarhæfileika.

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Námskeið gegn flugfælni

Námskeið gegn flugfælni

Icelandair efnir til námskeiðs fyrir fólk sem vill takast á við flugfælni. Slík námskeið eru yfirleitt haldin á vegum flugfélaga í löndunum í kringum okkur og hafa flest svipaða uppbyggingu. Kenndar verða aðferðir til að vinna bug á kvíða og fælni og farið yfir þætti sem tengjast flugvélinni og fluginu sjálfu. Námskeiðinu lýkur með flugferð til eins af áfangastöðum Icelandair í Evrópu.

Leiðbeinendur eru Álfheiður Steinþórsdóttir sálfræðingur óg Páll Stefánsson flugstjóri.

Hvað er flughræðsla? 
Flughræðsla er ótti við að ferðast með flugi. Hún tengist fyrst og fremst flugvélum og því að fljúga og stundum er fólk ekkert hrættt við annan 
ferðamáta. Hræðslan getur verið væg, þannig að fólk finni aðeins til óþæginda að fljúga við vissar aðstæður eins og í ókyrrð og yfir, að að vera yfirþyrmandi ótti tengdur flugi þannig að allra bragða er neytt til að forðast flug. Þá má tala um flugfælni.
Ef einhber þekkir sig í þessari lýsingu á flughræðslu er best að snúa sér til Flugleiða sem sjá um skáningu á námskeiðið, þar eru allar frekari upplýsingar gefnar.

Skráning er á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fleiri upplýsingar um næsta námskeiðið fáið þið hér í Sálfræðistöðinni.

____________________________________________________________________